mánudagur, 20. maí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Frami í miklu stuði

Elísabet Sveinsdóttir
4. júlí 2018 kl. 15:10

Frami frá Ketilsstöðum og knapi hans og eigandi Elin Holst voru í miklu stuði í milliriðlum B-flokks.

Milliriðilar B-flokks hálfnaðir

Frami frá Ketilsstöðum og Elin Holst leiða þegar 15 hestar eru eftir í milliriðlum B-flokks. Þau voru í miklu stuði og uppskáru 8,86 í aðaleinkunn. Næstir koma Ljósvaki frá Valstrýtu og Árni Björn Pálsson með 8,84 og Nökkvi frá Syðra-Skörðugili og Jakob Svavar með 8,81. 
Spennandi keppni í þessum sterka B-flokki og margir góðir gæðingar eiga eftir að koma í braut.