mánudagur, 22. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Framhaldsskólamótið 2. mars

29. janúar 2013 kl. 13:23

Framhaldsskólamótið 2. mars

„Framhaldsskólamótið í ár verður haldið 2.mars nk. í reiðhöll hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ. 

 
Hver skóli getur sent frá sér 3 keppendur í hverja keppnisgrein. Ef fleiri en 3 keppendur hafa áhuga á að keppa fyrir hönd skólans í hverri keppnisgrein á mótinu þá er venjan að hafa úrtökumót innan skólans til þess að velja bestu knapa og hesta. Það er ótakmörkuð skráning í skeið og fer hún fram á mótinu sjálfu.
 
Keppnisgreinar eru eftirfarandi: 
 
-Tölt 
 
-Fjórgangur 
 
-Fimmgangur 
 
-Skeið
 
Það sem þarf að koma fram í skráningu er:
 
-Nafn knapa,  
 
-Nafn hests, uppruna, aldur og litur 
 
-Keppnisgrein 
 
-hvaða hönd er riðið
 
 
 
Skráningar þurfa að berast fyrir 24.febrúar á netfangið frhskolanefnd@gmail.com
 
Hlökkum til að sjá sem flesta
 
Ef það eru einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband
 
Rósa Kristinsd. 847-1279 eða senda okkur tölvupóst,“ segir í tilkynningu frá framhaldsskólanefnd