Frakkur úr leik
Frakkur úr leik
Frakkur frá Langholti er úr leik í keppni A-flokks gæðinga. Frakkur missti skeifu í sýningu sinni og fær því ekki einkunn í þessum æsispennandi milliriðli.
Frakkur fékk næsthæstu einkunn keppenda í forkeppni og þótti meðal sigurstranglegustu keppenda flokksins.
Staða milliriðilsins er þessi þegar 12 keppendur hafa fengið einkunn:
- Sigursteinn Sumarliðason Grunnur frá Grund II 8,58
- Hinrik Bragason Sturla frá Hafsteinsstöðum 8,55
- Sólon Morthens Frægur frá Flekkudal 8,54
- Hans Þór Hilmarsson Lotta frá Hellu 8,53
- Berglind Rósa Guðmundsdóttir Nói frá Garðsá 8,49
- Magnús Bragi Magnússon Vafi frá Ysta-Mói 8,43
- Mette Mannseth Seiður frá Flugumýri II 8,41
- Guðmundur Björgvinsson Gjöll frá Skíðbakka III 8,38
- Vignir Siggeirsson Þröstur frá Hvammi 8,38
- Elvar Þormarsson Skuggi frá Strandarhjáleigu 8,32
- Höskuldur Jónsson Svali frá Sámsstöðum 8,20
- Atli Guðmundsson Frakkur frá Langholti 0,00