

Haraldur Guðjónsson
Veltitankur Stefnir
Stóðhesturinn Frakkur frá Langholti er í öðru sæti eftir forkeppni í A flokki gæðinga með 8,71, knapi Atli Guðmundsson. Frakkur er sérlega fagur og vel taminn gæðingur, undan Vilmundi frá Feti og Spá frá Akureyri, Garðsdóttur frá Litla-Garði. Hann er með 8,68 í aðaleinkunn í kynbótadómi og 9,03 fyrir kosti, þar af 9,5 fyrir tölt og vilja og 9,0 fyrir brokk og skeið og fegurð. Ræktandi er Viðja Hrund Hreggviðsdóttir, sem hefur tamið hestinn og þjálfað. Sýning Frakks og Atla í dag var heilsteypt og góð, allar gangtegundir hreinar og öruggar. Virkilega gaman að sjá Atla kominn í gamalkunnugt form, hann kann þetta ennþá karlinn.