mánudagur, 20. maí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fræðsludagurinn "Léttleiki og frelsi"

7. desember 2010 kl. 10:18

Fræðsludagurinn "Léttleiki og frelsi"

Það verður boðið uppá ýmislegt skemmtilegt á fræðsludeginum „Léttleiki og frelsi“..

sem haldinn verður í höfuðstöðvum hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ á laugardaginn kemur. Sagt hefur verið frá ýmsu varðandi þennan atburð hér á vefnum undanfarna daga. Einn af fyrirlesurum dagsins er Þórunn Ólý Óskarsdóttir félagsráðgjafi en hún var heiðruð á vegum Barnaheill fyrir störf sín með ungt fólk á aldrinum 13-18 ára, hefur náð stórkostlegum árangri með börn og unglinga sem minna mega sín, hafa verið lögð í einelti og eða orðið undir á einhvern hátt. Hún notar hestinn og hestamennskuna til þess að byggja þau upp og hefur náð að koma þeim mörgum hverjum stoltum og hugrökkum út í lífið.
Hún mun halda erindi um starf sitt og er frásögn hennar einkar lifandi og skemmtileg. Engum blöðum er um það að fletta að reiðkennarar hafa gott af að fræðast um starf hennar og þann árangur sem hún er að ná. Það geta jú leynst allskyns vandamál í einum stórum nemendahópi á reiðnámskeiði.