föstudagur, 19. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fósturfolaldið hennar Molly-

10. september 2010 kl. 11:11

Fósturfolaldið hennar Molly-

Angelika Wolf hrossaræktandi á bænum Wirthsmühle í suður þýskalandi varð fyrir því á dögunum....
að ein af hennar uppáhalds hryssum Aulka vom Wirthsmühle fékk slæma garnaflækju og drapst frá folaldinu sínu.
Nú voru góð ráð dýr en henni datt þá í hug að reyna að venja folaldið undir Connemara hryssu sem hún á, en á þessu búi eru ræktuð tvö hestakyn.
Ein aðal ræktunarmerin af Connemara stofninum á búinu er Molly vom Wirthsmuhle en hún gekk með folald sem var á svipuðum aldri og það móðurlausa.
Til að byrja með var Molly treg til að taka að sér fósturbarnið, en eftir að hafa haldið henni er folaldið saug í 3-4- daga, snerist henni hugur. Hún gekk nýju folaldi í móðurstað og sýnir því engu minni umhyggju en sínu egin afkvæmi.
Svona getur lífið verið í sveitinni.