mánudagur, 20. maí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Forsetinn á Landsmóti

Óðinn Örn Jóhannsson
1. júlí 2018 kl. 19:08

Forsetinn ásamt í fylgd þeirra Sigurbjörns Magnússonar, formanns Landsmótsnefndar, Hjartar Bergstað, formanns Fáks og Áskels Heiðars Ásgeirssonar, framkvæmdastjóra mótsins.

Guðni Th. Jóhannesson mætti á fyrsta degi mótsins.

Forsetaembættið hefur í gegnum tíðinna sýnt hestamennskunni talsverða athygli en allir forsetar í seinni tíð hafa verið gestir á stórmótum hestamanna. Herturinn okkar er samofinn þjóðarsálinni og er hann eitt af einkennum þjóðarinnar en í viðtali Eiðfaxa við Guðna sem tekið var við hann á síðasta heimsmeistaramóti nefnir hann mikilvægi hestsins sem sendiherra Íslands úti í heimi.

Það er virðingarvert að Forsetinn sýni hestamennskunni svo mikinn áhuga og sýni það með þvi að mæta á fyrsta degi Landsmóts. 

Hér er slóðin á viðtalið sem Eiðfaxi tók við Guðna í Hollandi síðasta sumar: