

Forsala aðgöngumiða á myndina Kraftur - Síðasti spretturinn er hafin á midi.is og í Ástund, Ausurveri. Myndin er 47 mínútna löng og verður sýnd í Sambíói Kringlunni vikuna 1.-7. október. Miðaverð er kr. 900 í forsölu en annars kr. 1000. Slóðin á midi.iser: http://midi.is/bio/10/2144/
Stóðhesturinn Kraftur frá Bringu og knapi hans Þórarinn Eymundson (Tóti) eru vel þekktir meðal aðdáenda íslenska hestins. Í myndinni er varpað ljósi á einstakt samband manns og hest, sigurgöngu þeirra og söknuð þegar Tóti þarf að skilja við hestinn að lokinni keppnni á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Hollandi 2007. Þetta er einlæg og hrífandi mynd sem lætur engan ósnortinn, en um leið er hún óður til íslenska hestsins og íslenskrar náttúru. Vakin er athygli á að sýningartími er einungis ein vika og að þetta er eina tækifærið til að sjá myndina í fullum háskerpugæðum.