mánudagur, 22. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Formaður í ólgusjó

Jens Einarsson
17. mars 2010 kl. 14:16

26 hestamannafélög af 47 á móti LM í Reykjavík

„Stjórn LH hefur farið að lögum og reglum hvað val á landsmótsstað varðar,“ segir Haraldur Þórarinsson, formaður Landssambands hestamannafélaga, í viðtali í Hestar&Hestamenn, sem kemur út á morgun.

Mikil úlfúð er í hestasamfélaginu þessa dagana vegna þeirrar ákvörðunar stjórnar LH að semja við Fák í Reykjavík um Landsmót hestamanna 2012. Sunnlendingar telja sig hafa verið svikna. Þegjandi samkomulag hafi verið komið á í hugum þorra hestamanna um að landsmótsstaðir væru aðeins tveir, Vindheimamelar á Norðurlandi og Gaddstaðaflatir á Suðurlandi. 26 hestamannafélög af 47 í LH styðja mótmæli Sunnlendinga og Skagfirðinga, sem eru á móti Landsmóti í Reykjavík og vilja að þau séu bundin við landsbyggðina.

Haraldur kannast ekki við þetta þegjandi samkomulag og segir skýrt í lögum að stjórn LH velji landsmótsstað hverju sinni eftir undangengna úttekt á þeim svæðum sem sækja um mótin. Í lögum LH sé einnig kveðið á um að hafa skuli í huga félagslegt réttlæti. Öll hestamannafélögin í LH hafi leyfi til að sækja um og halda Landsmót hestamanna.

Sjá viðtal við Harald í Hestar&Hestamenn. Fæst í hestavöruverslunum. Pantið áskrift í síma 511-6622.