föstudagur, 19. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Formannsskipti í Hestamannafélaginu Fáki í Reykjavík

31. mars 2010 kl. 15:53

Formannsskipti í Hestamannafélaginu Fáki í Reykjavík

Valgerður Sveinsdóttir var kjörin nýr formaður hestamannafélagsins Fáks í Reykjavík á aðalfundi félagsins, mánudaginn 29. mars. Valgerður hefur verið ritari Fáks til tveggja ára og er fyrsta konan til að gegna embætti formanns hjá þessu gamalgróna félagi.
Fundurinn var mjög vel sóttur og aðalfundarmenn voru um  140 talsins. 

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa var kosið um fjóra stjórnarmenn.  Bjarni Finnsson formaður og Þorgrímur Hallgrímsson varaformaður gáfu ekki áframhaldandi kost á sér eftir margra ára farsælt starf í þágu félagsins.  Stjórnarmenn voru kjörnir Valgerður Sveinsdóttir formaður,  Eyjólfur P. Pálmason meðstjórnandi, Ýlfa Proppé Einarsdóttir ritari og Kristinn Skúlason meðstjórnandi.  Helga B. Helgadóttir gjaldkeri, Árni S. Guðmundsson og Þorvarður Helgason meðstjórnendur voru ekki í kjöri þetta ár og sitja áfram í stjórn.

Það er því vel mannað hjá hestamannafélaginu Fáki til að takast á við krefjandi verkefni á næstu árum. Þar ber hæst fyrirhugað Landsmót hestamanna í Reykjavík 2012, á 90. afmælisári félagsins.