sunnudagur, 21. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Folaldasýning Sörla næstkomandi laugardag!

11. mars 2010 kl. 08:59

Folaldasýning Sörla næstkomandi laugardag!

Minnum á hina árlega folaldasýning Sörla sem verður haldin í reiðhöllinni að Sörlastöðum í Hafnarfirði þann 13. mars næstkomandi. Þessi sýning er frábær fjölskylduskemmtun og byrjar hún klukkan 14 og frítt verður inn. Dómari er Jón Vilmundarsson.

Í verðlaun verða folatollar undir þekkta stóðhesta fyrir 10 efstu folöldin auk verðlaunapeninga. Sigurvegari sýningarinnar fær Þjórsárbakkabikarinn sem gefinn er af Sörlafélaganum og hrossaræktandanum Haraldi Þorgeirssyni.

Skráning er í fullum gangi á tölvupóstföngin brs2@hi.is og atli@alltaf.com og rennur skráningarfrestur út á morgun, fimmtudaginn 11. mars. Skráningargjald er 2.000 kr. fyrir fyrsta folald en 1.000 kr. ef eigandi skráir fleiri en eitt folald. Fram skal koma nafn folalds, uppruni, kyn, litur, faðir, móðir, eigandi og ræktandi.

Greiða skal skráningargjald á reikning nr. 101-05-284456, kt. 200173-3099 og senda staðfestingu á tölvupóstfangið atli@alltaf.com.
Kynbótanefnd