föstudagur, 19. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Folaldasýning Sörla á morgun

12. mars 2010 kl. 15:43

Folaldasýning Sörla á morgun

Minnum á hina árlega folaldasýning Sörla sem verður haldin í reiðhöllinni að Sörlastöðum í Hafnarfirði þann 13. mars næstkomandi. Þessi sýning er frábær fjölskylduskemmtun og byrjar hún klukkan 14:00 og frítt verður inn. Dómari er Jón Vilmundarsson. Í verðlaun verða folatollar undir þekkta stóðhesta fyrir 10 efstu folöldin auk verðlaunapeninga. Sigurvegari sýningarinnar fær Þjórsárbakkabikarinn sem gefinn er af Sörlafélaganum og hrossaræktandanum Haraldi Þorgeirssyni.

Skráning er í fullum gangi á tölvupóstföngin brs2@hi.is og atli@alltaf.com og rennur skráningarfrestur út í dag föstudaginn 12. mars. Skráningargjald er 2.000 kr. fyrir fyrsta folald en 1.000 kr. á folald ef eigandi skráir fleiri en eitt folald. Fram skal koma nafn folalds, uppruni, kyn, litur, faðir, móðir, eigandi og ræktandi.

Greiða skal skráningargjald á reikning nr. 101-05-284456, kt. 200173-3099 og senda staðfestingu á tölvupóstfangið atli@alltaf.com.

Kynbótanefnd Sörla