mánudagur, 20. maí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Folaldasýning Mána

17. febrúar 2010 kl. 10:23

Folaldasýning Mána

Folaldasýning ræktunardeildar Mána verður haldin laugardaginn 20.feb. Kl.13:00 Í Mánahöllinni. Þar verða folöld undan þekktum stóðhestum og má þar nefna Ágústínus frá Melaleiti, Keilir frá Miðsitju, Vökull frá Síðu, Jósteinn frá Votmúla, Samper frá Ásbrú, Orri Frá Þúfu, Hróður frá Refstöðum, Eldjárn frá Tjaldhólum, Aðall frá Nýjabæ, Mídas frá kaldbak, Ægir frá Litlalandi og Suðri frá Holtsmúla, svo einhverjir séu nefndir. Allir velkomnir að koma og sjá falleg og vel ættuð folöld.

 

Ræktunardeild Mána