sunnudagur, 21. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjórgangshestar ekki í útrýmingarhættu

Jens Einarsson
27. ágúst 2010 kl. 11:25

Mette Mannseth og Happadís með forystu á Íslandsmóti

Áhyggjur þeirra sem óttast að fjórgangshesturinn sé í útrýmingarhættu eru ástæðulausar samkvæmt einkunnum í forkeppni í fjórgangi á Íslandsmótinu á Sörlastöðum. Fjörutíu og sjö keppendur eru með 6,0 í einkunn og hærra. Þrettán keppendur eru með 7,0 og hærra. Sem eru allir keppendur í A og B úrslitum og einn til viðbótar.

Í efsta sæti er Mette Mannseth á Happadísi frá Stangarholti með 7,37, tíu kommum hærri en næsti keppandi, Reykjavíkurmeistarinn Hulda Gústafsdóttir á Kjuða frá Kirkjuferjuhjáleigu. Eyjólfur Þorsteinsson er með tvö hross í A úrslitum og þarf að velja annað hvort, Ósk frá Þingnesi eða Klerk frá Bjarnanesi.

Snorri Dal er í þriðja til fjórða sæti eftir forkeppnina á nýju fjórgangs-störnunni Gusti frá Stykkishólmi og Sylvía Sigurbjörnsdóttir á Þóri frá Hólum er í 5-6 sæti. Spennandi úrslit í fjórgangi á morgun á Sörlastöðum.