þriðjudagur, 22. janúar 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjórða mót Vesturlandsdeildarinnar

Óðinn Örn Jóhannsson
4. apríl 2018 kl. 07:53

Fer fram fimmtudagskvöldið 5. apríl n.k. og verður keppt í fimmgangi.

Fjórða mót Vesturlandsdeildarinnar 2018 fer fram fimmtudagskvöldið 5. apríl n.k. og verður keppt í fimmgangi. Eins og áður fer mótið fram í Faxaborg, Borgarnesi.

Deildin hefur farið vel af stað í vetur og aldrei verið sterkari. Von er á fjölda sterkra hesta og knapa og má því búast við góðri skemmtun í Faxaborg næstkomandi fimmtudag. Randi Holaker sigraði fimmganginn í fyrra og eftir sigur þeirra í gæðingafiminni um daginn má búast við þeim sjóðandi heitum á gólfið í fimmganginum.

Húsið opnar klukkan 19.00 og fyrsti hestur mætir stundvíslega kl. 20.00 á gólfið.

Miðaverð er 1000 krónur en frítt inn fyrir 10 ára og yngri.

Vesturlandsdeildin er einstaklings- og liðakeppni en 34 knapar mynda sjö, fjögurra og fimm manna lið sem etja kappi í 6 greinum hestaíþrótta.

Ráslisti verður birtur þriðjudagskvöldið 3. mars

Staðan í liðakeppninni þegar mótið er hálfnað er.

1. Leiknir/Skáney - 152 stig

2. Stelpurnar frá Slippfélaginu & SuperJeep - 128.5 stig

3. Berg/Hrísdalur/Austurkot - 115 stig

4. Hestaland - 95 stig

5. Childéric/Lundar/Nettó - 80.5 stig

6. Hrímnir - 62.5 stig

7. Fasteignamiðstöðin - 59.5 stig

og staðan í einstaklingskeppninni er þessi:

1. Siguroddur Pétursson - 32 stig

2. Ylfa Guðrún Svafarsdóttir - 24 stig

3. Randi Holaker - 22 stig

4. Berglind Ragnarsdóttir - 19 stig

5.- 6. Haukur Bjarnason - 15 stig

5.- 6. Páll Bragi Hólmarsson - 15 stig

7. Hrefna María Ómarsdóttir - 9.5 stig

8. Anna Renisch - 9 stig

9. Guðmar Þór Pétursson - 7 stig

10.- 12. Elvar Logi Friðriksson - 4 stig

10.- 12. Konráð Valur Sveinsson - 4 stig

10.- 12. Valdís Björk Guðmundsdóttir - 4 stig

13. Halldór Sigurkarlsson - 2.5 stig

14.- 15. Líney María Hjálmarsdóttir - 2 stig

14.- 15. Maiju Varis - 2 stig

16.- 18. Guðjón Örn Sigurðsson - 1 stig

16.- 18. Þorgeir Ólafsson - 1 stig

16.- 18. Máni Hilmarsson - 1 stigMest lesið
Í DAG VIKAN
 

Góð upplifun forsetans

14. ágúst 15:00