miðvikudagur, 24. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fimmgangur ungmenna -

6. ágúst 2010 kl. 11:57

Fimmgangur ungmenna -

Keppni í fimmgangi ungmenna var að ljúka á norðurlandamótinu í Finnlandi. Efst eftir forkeppni er Sandra Jonsson sem keppir fyrir Svíþjóð með 7,03. Stine Helene Sørvåg frá Noregi er önnur en í þriðja og fjórða sæti eru íslensku knaparnir Valdimar Bergstað og Sigurður Rúnar Pálsson.

Liðstjóri íslenska liðsins var virkilega ánægður með frammistöðu þeirra félaga, Valdimar náði þriðja sæti þrátt fyrir að hafa lent í vandræðum með stökkið og Sigurður er í stöðugri framför með sinn hest. Það má búast við að þessir keppendur eigi mikið inni ennþá og getir verið til alls líklegir í úrslitum.
Keppni fullorðinna er nýhafin, en því miður verða Jóhann Skúlason og Höfði frá Snjallsteinshöfða ekki á meðal keppenda í dag. Höfði var hitalaus í gær en samkvæmt ráðleggingum dýralæknis var tekin sú ákvörðun að mæta ekki með hann til keppni í dag.
Úrslit eftir forkeppni í fimmgangi ungmenna:
 

01 038 Sandra Jonsson [YR] / Sweden
Ari från Stora Öllstorp [SE1996106814] 7,03
PREL 7,2 (1) 6,5 (1) 7,1 (1) 7,6 (1) 6,8 (1) 


02 078 Stine Helene Sørvåg [YR] / Norway
Ljósvaki frá Akureyri [IS1992165495] 6,27
PREL 6,7 (2) 5,8 (4) 6,9 (2) 5,7 (7) 6,3 (2) 


03 016 Valdimar Bergstað [YR] / Iceland
Vonarneisti frá Lynghaga [IS1999184970] 6,10
PREL 6,6 (3) 5,9 (3) 6,2 (3) 6,2 (3) 4,9 (9) 


04 012 Sigurður Rúnar Pálsson [YR] / Iceland
Græðir frá Dalbæ [IS2002187722] 5,90
PREL 5,7 (5) 6,0 (2) 5,9 (5) 5,8 (5) 6,1 (3) 


05 079 Thomas Larsen [YR] / Norway
Harry fra Stugudal [NO2001116001] 5,83
PREL 5,4 (7) 5,7 (5) 6,2 (3) 5,9 (4) 5,9 (4) 

06 072 Liv Runa Sigtryggsdottir [YR] / Norway
Svadilfari fra Bergkåsa [NO2000108041] 5,80
PREL 6,0 (4) 5,7 (5) 5,7 (6) 6,6 (2) 5,7 (7) 


07 039 Alina Nurminen [YR] / Finland
Jökla frá Vatni [IS1999238381] 5,70
PREL 5,7 (5) 5,6 (7) 5,3 (7) 5,8 (5) 5,8 (6) 


08 059 Viivi Soimes [YR] / Finland
Magnus fra Guldbæk [DK1999105778] 5,27
PREL 5,3 (9) 5,3 (8) 5,1 (8) 5,2 (8) 5,9 (4) 


09 087 Christian Kollerup [YR] / Denmark
Feldur frá Hóli [IS1994165896] 5,13
PREL 5,4 (7) 4,7 (9) 4,9 (9) 5,1 (9) 5,7 (7) 


10 049 Johanna Jussila [YR] / Finland
Miðill frá Miðkoti [IS1998184622] 4,73
PREL 4,9 (10) 4,6 (10) 4,7 (10) 4,1 (10) 4,9 (9) 

--- 086 Camilla Jørgensen [YR] / Denmark

Númi frá Þóroddsstöðum [IS1993188802] Withdrawn