sunnudagur, 21. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fálkadrottning frá Meðalfelli - myndband

10. júní 2010 kl. 13:02

Fálkadrottning frá Meðalfelli - myndband

Hún er stórættuð með stórt og mikið nafn. Fálkadrottning frá Meðalfelli í Kjós hlaut flottan dóm á sýningunni á Gaddstaðaflötum. Hún er klárhryssa og hlaut 8.07 fyrir sköpulag og 8.12 fyrir hæfileika, 8.10 í aðaleinkunn. Hún hlaut 9.0 fyrir tölt og vilja.

Fálkadrottning er undan Orra frá Þúfu og Ætt frá Stóra-Hofi. Ræktandi hryssunnar er Sigurþór Gíslason á Meðalfelli. Ættir Orra þekkja flestir en móðir Orra, Dama frá Þúfu er undan Adam frá Meðalfelli, sem ræktaður var af föðurbróður Sigurþórs Einari heitnum Ellertssyni.

Ætt frá Stóra-Hofi er síðan undan Stíg frá Kjartansstöðum og Hrafntinnu frá Stóra-Hofi sem var Sörladóttir frá Sauðárkróki.

Fálkadrottning stóð efst í flokki hryssna 7v og eldri á Hellu. Knapi var Þórður Þorgeirsson.


IS2003225086 Fálkadrottning frá Meðalfelli
Örmerki: 352098100005362
Litur: 2500 Brúnn/milli- einlitt
Ræktandi: Sigurþór Gíslason
Eigandi: Sigurþór Gíslason
F.: IS1986186055 Orri frá Þúfu
Ff.: IS1982151001 Otur frá Sauðárkróki
Fm.: IS1983284555 Dama frá Þúfu
M.: IS1987286002 Ætt frá Stóra-Hofi
Mf.: IS1980187340 Stígur frá Kjartansstöðum
Mm.: IS1981286203 Hrafntinna frá Stóra-Hofi
Mál (cm): 145 - 141 - 68 - 150 - 28,0 - 18,5
Hófa mál: V.fr.: 9,3 - V.a.: 9,0
Sköpulag: 8,0 - 8,5 - 7,5 - 8,0 - 8,5 - 8,0 - 8,0 - 5,5 = 8,07
Hæfileikar: 9,0 - 8,5 - 5,0 - 8,5 - 9,0 - 8,5 - 8,5 = 8,12
Aðaleinkunn: 8,10
Hægt tölt: 9,0      Hægt stökk: 8,0
Sýnandi: Þórður Þorgeirsson

 

Heimild: WorldFengur.com

Myndbandið er frá Hófapressunni.