föstudagur, 19. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fákur - námskeið í jólagjöf

14. desember 2009 kl. 12:28

Fákur - námskeið í jólagjöf

Skráning á námskeið fræðslunefndar Fáks fyrir 18 ára og eldri miðvikudaginn 16. desember kl.19:00 í félagsheimili Fáks.

Einungis hægt að skrá á staðnum ekki tekið við skráningum í gegnum síma!
Greitt er við skráningu "Athugið tilvalin jólagjöf!!!!"

Skráð verður á eftirfarandi námskeið:
Knapamerki 1.stig.  Kennari: Sif Jónsdóttir. Kennsla hefst aðra viku í janúar. Kennt tvisvar í viku 10 verklegir tímar 1 bóklegur tími.   Verð kr. 22.000.-
Knapamerki 3.stig. Kennarar: Sigrún Sigurðardóttir og Róbert Petersen. Kennsla hefst aðra viku í janúar. Kennt tvisvar í viku 25 verklegir tímar, 1 bóklegur tími.   Verð kr. 53.000.-                                                                                                                               
Knapamerki 4. stig. Kennari: Sigrún Sigurðardóttir. Kennsla hefst aðra viku í janúar. Kennt tvisvar í viku 25 verklegir tímar 1 bóklegur tími.   Verð 53.000.-
Allir sem huga hafa á að taka stöðupróf, sem verða sennilega í fyrstu vikunni í janúar,  verða að skrá sig á námskeið og láta vita við skráningu.

Keppnisnámskeið I. Þjálfun og undirbúningur keppnishests. Kennari: Olil Amble. Kennsla hefst í fyrstu vikunni í janúar. Kennt einu sinni í viku á þriðjudögum.    9 verkleigir tímar og 1 bóklegur tími.    Verð kr 27.500.-   3 í hóp.    ATH einungis 9 manns komast að. 

Keppnisnámskeið II.  Kennari Olil Amble. Kennsla hefst um miðjan mars, Kennt einu sinni í viku á þriðjudögum. 8 verklegir tímar og 2 bóklegir tímar. Verð kr. 37.500.-  2 í hóp.      ATH einungis 12 manns komast að.

ATH Skráning á önnur námskeið verða auglýst síðar, s.s. almenn námskeið og knapamerki 2 sem hefst um miðjan febrúar (skráning í lok janúar).

Námskeiðin eru ætluð félagsmönnum Fáks, fögnum nýjum Fáksfélögum!

 
Skráning á knapamerki eitt til fimm á vegum æskulýðsdeildar verður fimmtudaginn 17. des. Í félagsheimili Fáks kl. 18:00 Skráning á staðnum. Nánari upplýsingar um verð verða birt eftir helgi á vef Fáks.