sunnudagur, 21. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Engin tilkynning um að fólk hafi smitast af hrossapest

Jens Einarsson
23. júní 2010 kl. 14:30

Ekki mikil hætta af almennri umgengni við hross

Haraldur Briem sóttvarnarlæknir vakti athygli á því í fjölmiðlum fyrirskömmu að dæmi séu um það í útlöndum að Streptococcar í hestum hafi borist í fólk. Gunnar Sigtryggsson tekur málið upp í pistli á www.hestafrettir.is og segir að ólíklegt sé að hross á reiðskólum séu öll heilbrigð á meðan öll önnur hross í landi séu sýkt. Hann hafi heyrt um hóstandi hross með hor á reiðskólum bæði á höfuðborgarsvæðinu og fyrir austan fjall. Það veki upp spurningar um það hvort í raun sé óhætt að börn séu innan um hross á reiðskólum.

Haraldur Briem segir að engin tilkynning hafi borist embættinu um staðfest tilfelli hér á landi um að bakterían hafi borist frá hestum í menn. Ekki sé mikil hætta á ferð af almennri umgengni við hross. Það sé hins vegar góð almenn regla að vera ekki að kjassa hross á snoppuna, einkum ef grunur leikur á að þau geti séu smituð af einhverri pest.