mánudagur, 20. ágúst 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ellefu aðilar/bú tilnefnd

Óðinn Örn Jóhannsson
9. október 2017 kl. 16:00

Aðsend mynd

Ræktunarmaður árins 2017

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau bú eða aðila sem tilnefndir eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarmaður ársins. Valið stóð á milli 62 búa eða aðila sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu. Til að afmarka val ræktunarbúa eru fyrst tilgreind öll hrossaræktarbú eða aðilar sem sýnt hafa fjögur eða fleiri hross í fullnaðardómi á árinu. Að auki verða minnst tvö að hafa náð aðaleinkunn 8,0 eða hærra. Aðaleinkunnir hrossanna eru þá leiðréttar fyrir aldri og kyni líkt og gert er við útreikning á kynbótamatinu. Þá er búum/aðilum raðað upp eftir fjölda sýndra hrossa og leiðréttum aðaleinkunnum. Afkvæmahross (fyrstu verðlaun fyrir stóðhesta og heiðursverðlaun fyrir hryssur og stóðhesta) sem hljóta viðurkenningu á árinu telja einnig til stiga.

Í ár var þeirri aðferð breytt þannig að t.d. heiðursverðlaunahryssa bætir einu hrossi við fjölda sýndra hrossa og hækkar meðaleinkunn búsins um 0.05 stig.

Tilnefndir aðilar munu hljóta viðurkenningu á ráðstefnunni Hrossarækt 2017 sem haldin verður í Harðarbóli, félagsheimili hestamannafélagsins Harðar, laugardaginn 28. október næstkomandi.

Ræktunarmaður/menn ársins verða svo verðlaunaðir á Uppskeruhátíð hestamanna sem haldin verður á Hilton Reykjavík Nordica um kvöldið.

Í stafrófsröð eru tilnefndir aðilar/bú:

Berg, Anna Dóra Markúsardóttir og Jón Bjarni Þorvarðarson

Daníel Jónsson og Hilmar Sæmundsson, Efsta-Seli

Garðshorn á Þelamörk, Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir Thorlacius

Hemla II, Lovísa H. Ragnarsdóttir og Vignir Siggeirsson

Ketilsstaðir/Syðri-Gegnishólar, Bergur Jónsson og Olil Amble

Prestsbær, Inga Jenssen og Ingar Jenssen

Rauðalækur, Eva Dyröy og Guðmundur Friðrik Björgvinsson

Skipaskagi, Jón Árnason og Sigurveig Stefánsdóttir

Torfunes, Baldvin Kr. Baldvinsson

Þúfur, Gísli Gíslason og Mette Mannseth

Varmalækur, Björn Sveinsson og Magnea K. Guðmundsdóttir

Fagráð í hrossarækt óskar tilnefndum búum/aðilum innilega til hamingju með frábæran árangur.