föstudagur, 19. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

„Einangrun er heimskuleg“ segir Kári Stefánsson -

14. júní 2010 kl. 17:36

„Einangrun er heimskuleg“ segir Kári Stefánsson -

Í Morgunblaðinu á föstudaginn var, þann 11.júní s.l. birtist nokkuð merkilegt viðtal sem Gunnþórunn Jónsdóttir átti við Kára Stefánsson. Umræðuefnið var m.a. einangrun sú eða sóttkví sem Kári segir íslenska hestinn vera í hér á landi.

Kári telur að upptök pestarinnar megi rekja til þess að íslenska hestinum hafi áratugum saman verið haldið í sóttkví. Hann segir stóra lærdóminn felast í því að setja spurningamerki við þessa einangrun og að í rauninni sé búið að gera þessa tilraun, vegna þess að íslensk hross eru flutt til Evrópu í stórum stíl. Hrossin fái að vísu oftast einhverja smá pest þegar þau lendi erlendis, en ekkert sem miklu máli skipti.

Við lestur viðtalsins vakna óhjákvæmilega spurningar um það hvort að réttast væri að opna landið og leyfa þar með innflutning hrossa ekki síður en útflutning.

Skoðun Kára á þessu máli er athyglisverð. Eiðfaxi mun á næstu dögum leita viðbragða ráðamanna á þessu máli og hvort þetta sé vinkill sem verði að fara að skoða af alvöru.

 

Heimild: Gunnþórunn Jónsdóttir, Morgunblaðið, 11.júni 2010.