föstudagur, 19. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eiðfaxi - til þjónustu reiðubúinn -

11. maí 2010 kl. 10:30

Eiðfaxi - til þjónustu reiðubúinn -

Hér á Eiðfaxavefnum er margvísleg þjónusta í boði. Á bláu stikunni efst á síðunni má sjá ýmsar leiðir um vefinn. Þar á meðal eru fréttirnar en flestir eru kunnugir þeim hluta.

Undir 'Stóðhestar' má skoða alla þá stóðhesta sem skráðir voru í Stóðhestablað Eiðfaxa 2010. Vert er að minna stóðhestaeigendur á að þar er hægt að setja inn fleiri myndir af hestunum, meiri upplýsingar og videó. Eiðfaxi býður síðan stóðhestum 4 og 5 vetra, sem í fyrsta sinn fara yfir 8.0 í aðaleinkunn, að koma á vefinn endurgjaldslaust. Hafið samband við Eiðfaxa í síma 588 2525 til að kynna ykkur málið eða bæta við upplýsingum um hest sem þegar er skráður.

'Smáauglýsingar' er mjög nytsamleg þjónusta. Þar er hægt að auglýsa ýmislegt til sölu, hvort sem það er þjónusta, atvinna, hestar, hestakerrur eða stóðhestar til útleigu. Við hvetjum notendur vefsins til að nýta sér þennan möguleika, sem að sjálfsögðu er ókeypis. Bæði er hægt að setja mynd og videó með auglýsingunni sem og texta allt að 500 slögum.

Á vefnum er líka 'Verslun'. Þar má finna ýmsar hestatengdar vörur, m.a. hestabækur eins og Hestaheilsu eftir Helga Sigurðsson dýralækni, DVD diskinn frá HM 2009 í Sviss, útsaum með hestamynd, veggspjald FT með þjálfunarstigunum og veggspjald Eiðfaxa með gangtegundunum. Ertu að leita að gjöf? Kíktu á verslunina eða hafðu samband við Eiðfaxa í síma 588 2525.

'Ljósmyndasafnið' þekkja allir og fara reglulega inn á það til að leita að myndum frá ákveðnum viðburðum eða af ákveðnum hestum eða knöpum. Ljósmyndasafnið á vefnum stækkar jafnt og þétt, enda eru markverðir viðburðir í hestamennskunni á hverju strái. Kíktu á ljósmyndasafnið. Nýttu þér leitina, hún er öflug. Kannski finnurðu sniðuga mynd af þér? Þá er einfaldast í heimi að kaupa hana í gegnum vefinn.

'Viðburðir' hefur að geyma Mótaskrá LH í heild sinni, auk ýmissa spennandi erlendra viðburða í hestamennskunni. Þægilegt verkfæri til að nota til að fylgjast með mótum og sýningum.

Undir 'Vefútgáfan' geta skráðir notendur á einfaldan hátt skráð sig inn til að skoða nýjasta tölublað Eiðfaxa á vefnum. Áskrifendur tímaritsins fara og skrá sig sem notanda, velja sé notendanafn og lykilorð og senda þær upplýsingar á afgreidsla@eidfaxi.is og við opnum aðganginn að vefútgáfunni eins og skot. Þetta er áskrifendum að sjálfsögðu að kostnaðarlausu. Þeir sem vilja eingöngu gerast áskrifendur að vefútgáfunni, skrá sig inn og velja þá leið og greiða fyrir með kreditkorti.

'Um Eiðfaxa' er flipi þar sem finna má upplýsingar um starfsfólk og netföng þeirra. Einnig má lesa þar sögu Eiðfaxa og hvers vegna tímaritaútgáfan ber þetta nafn. Hver var Eiðfaxi? Jú, hann var sonur Flugu og Sinis, fyrsti hesturinn sem sagan greinir að getinn sé og fæddur á íslenskri grund.

Vafraðu um vefinn og finndu það sem þér finnst áhugaverðast.

Góða skemmtun!