mánudagur, 22. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Dómari tekinn tali -

27. ágúst 2010 kl. 18:46

Dómari tekinn tali -

Bent Rune Skullevold er einn dómaranna á Íslandsmótinu hér í Hafnarfirði. Bent er gríðarlega reyndur dómari, hefur dæmt mörg Heimsmeistara og Norðurlandamót og dæmir mót um alla Evrópu á hverju ári.  

Eiðfaxamenn höfðu áhuga á að taka hann tali og heyra hvernig honum litist á mótið og hvernig væri að koma og dæma hér ?
"Þetta er gott mót og það er góð reynsla fyrir mig að koma hingað og dæma.  Ég er þeirrar skoðunar að það sé mjög mikilvægt að við komum á, alþjóðlegu flæði dómara á milli landa.  Ég get nefnt sem dæmi að í Þýskalandi voru menn lengi vel mjög tregir til þess að fá dómara sem komu annarstaðar frá. En eftir að þeir fóru að gera það þori ég að fullyrða að það sé einn af þeim þáttum sem hafa orðið þess valdandi að það hefur verið mikil framför í sportinu þar.
Ef við komum þessu alþjóðlega flæði dómara á um alla Evrópu þá verða líka um leið til alþjóðleg skipti á þekkingu,  sem er öllum til góðs því við getum alltaf öll lært hvort af öðru."
 
Aðspurður að því máli sem oft hefur verið rætt að í fimmgangi er í raun beðið um hraða frá hægu uppí milliferð en bestu einkunnir virðast oft fást fyrir að ríða þessar gangtegundir á yfirferð svarar Bent : „ jú þetta er ákveðið vandamál sem oft hefur verið rætt á dómarafundum en svo er bara eins og við dómarar séum með það innprentað í huga okkar að viðurkenna yfirferð á þessum gangtegundum, þetta er eitthvað sem þarf að ræða meira og taka upp á alþjóðlegum ráðstefnum“.
Við þökkum Bent kærlega fyrir spjallið og við getum verið ánægð hér að fá til starfa svona reynslumikla og skemmtilega menn.