föstudagur, 19. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Dansað á fákspori

17. mars 2010 kl. 14:03

Dansað á fákspori

Í gær var sýndur fyrsti þátturinn í þáttaröð um Meistaramót Norðurlands í hestaíþróttum - KS-deildina. Umsjónarmaður er Arna Björg Bjarnadóttir, forstöðukona Söguseturs íslenska hestsins. Framleiðandi er Skotta. Þættirnir verða fjórir talsins og sýndir á hálfsmánaðar fresti. Í öllum þáttunum mun Hólafólk koma við sögu og miðla af þekkingu sinni um tamningar, þjálfun og hestahald sem og segja frá rannsóknum. Jafnframt er margt Hólafólk á verðlaunapöllum! Í fyrsta þættinum má sjá Mette Mannseth sigra keppni í fjórgangi á Happadísi frá Stangarholti.

 
Þeir sem ekki sáu þáttinn í sjónvarpinu í gær geta horft á hann á Netinu. Auk þess að fylgjast með keppninni er litið inn til Sigríðar Björnsdóttur dýralæknis hrossasjúkdóma. Ingimar Ingimarsson bóndi á Ytra Skörðugili er Örnu til halds og trausts í að lýsa keppninni.

Smellið hér til að skoða þáttinn á vef sjónvarpsins