sunnudagur, 21. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Dagskrá Meistaradeildar VÍS

18. desember 2009 kl. 10:56

Dagskrá Meistaradeildar VÍS

Komin er dagskrá Meistaradeildar VÍS fyrir veturinn 2010. Á fyrsta móti deildarinnar verður keppt í smala og fer keppnin fram 28. janúar. Eins og áður verða öll mót nema eitt haldin í Ölfushöllinni.

Eina mótið sem ekki verður haldið þar er Skeiðmótið en staðsetning þess verður nánar auglýst síðar.

fimmtudaginn 28. janúar Smali – Ölfushöll
fimmtudaginn 11. febrúar Fjórgangur – Ölfushöll
fimmtudaginn 25. febrúar Slaktaumatölt – Ölfushöll
fimmtudaginn 11. mars Gæðingafimi – Ölfushöll
fimmtudaginn 25. mars Fimmgangur – Ölfushöll
laugardaginn 10. apríl Skeiðmót – nánar auglýst síðar
fimmtudaginn 22. apríl Lokamót - tölt og flugskeið - Sumardaginn fyrsta – Ölfushöll

Eins og í ár verða beinar útsendingar á netinu frá öllum mótum 2010 í samstarfi við Hestafréttir og jafnframt verða þættir um deildina á RÚV.