þriðjudagur, 22. janúar 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Blue Lagoon mótið

Óðinn Örn Jóhannsson
4. apríl 2018 kl. 08:03

Barnaflokkur.

Mótaröð í Samskipahöllinni fyrir knapa í yngri flokkum.

Eins og í fyrra þá býður Hestamannafélagið Sprettur, í samstarfi við Blue Lagoon, upp á mótaröð í Samskipahöllinni fyrir knapa í yngri flokkum. Um er að ræða þrjú mót þar sem keppt verður í einni grein á hverju móti.

Nú styttist í annað mót  mótaraðarinnar í Samskipahöllinni í Kópavogi. Mótið verður haldið 22. apríl n.k. og er það haldið í boði Marver. Keppt verður í fimmgangi og verða eftirfarandi flokkar í boði:

Barnaflokkur (10-13 ára)

Unglingaflokkur (14-17 ára)

Ungmennaflokkur (18-21 árs)

Riðið verður hefðbundið fimmgangsprógramm F2 í barna-, unglinga- og ungmennaflokki.

Frábært mót fyrir yngri kynslóðina þar sem vegleg verðlaun eru í boði. Hvetjum við alla að mæta með góða skapið.

Skráning verður auglýst síðar.Mest lesið
Í DAG VIKAN
 

Góð upplifun forsetans

14. ágúst 15:00