laugardagur, 20. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Blindur temur hesta

21. september 2010 kl. 15:24

Alli blindi í Hestar og hestamenn

Alexander Hrafnkelsson fékk þann úrskurð rúmlega tvítugur að hann væri með ólæknandi hrörnunarsjúkdóm í augnbotnum og yrði að öllum líkindum alveg blindur innan tíu ára. Þá þegar var hann mjög sjónskertur, þótt hvorki hann, foreldrar hans né kennarar, hefðu áttað sig á því.

Sjóndepran hafði hamlað honum í skóla og hann fór úr grunnskóla beint á sjóinn. Þar líkaði honum vel. Eftir úrskurð augnlæknanna var hann ekki lengur gjaldgengur á sjónum. Hann kunni ekkert annað, nema að sitja á hesti. Og hann var býsna góður í því. Í rúm tuttugu ár hefur hann tamið og þjálfað hross, þrátt fyrir að sjá ekki handa skil nema á bjartasta tíma dagsins. Nokkuð vel af sér vikið þegar litið er til þess að frumtamningar er mjög erfið vinna sem fáir endast lengi í, jafnvel þótt þeir séu fullhraustir.

Lesið um Alla blinda og vakslega baráttu hans í Hestar og hestamenn sem kemur út á fimmtudag. Hægt er að kaupa ákrift í síma 511-6622 eða með því að smella HÉR