sunnudagur, 21. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Blíðviðri og frábær aðstaða til keppni í Hafnarfirði

26. ágúst 2010 kl. 12:44

Blíðviðri og frábær aðstaða til keppni í Hafnarfirði

Íslandsmót í hestaíþróttum 2010 – blíðviðri og frábæra aðstaða til keppni í Hafnarfirði 

 
Í morgun kl. 9:00 hófst forkeppni í fjórgangi á Íslandsmóti í hestaíþróttum. 62 knapar eru skráðir til leiks. Að loknum 28 sýningum voru þau jöfn í efsta sæti Eyjólfur Þorsteinsson og Sylvía Sigurbjörnsdóttir með einkunnina 7,17. Keppnisvellir eru í góðu standi, blíðviðri er í Hafnarfirði og aðstæður til keppni eru frábærar. Búið er að koma upp stúkum fyrir áhorfendur og veitingasala er í félagsheimili hestamannafélagsins Sörla. Aðstaða fyrir gesti er góð og allir eru velkomnir. Aðgangur fyrir gesti er án endurgjalds og kaffi er í boði Sörla og Gevalía.