

Mögnuð stemmning var á síðasta Bikarmóti hestamannafélagana í Reiðhöllinni í Víðidal en síðasta keppnisgreinin var tölt. Töluverð spenna var í stigakeppninni, Sörlamenn efstir en Fáksmenn nörtuðu í hælana á þeim í stigasöfnunni svo það var alveg ljóst að þeir sem ætluðu að landa titlinum þyrftu að standa sig vel.
Einnig var spenna í stuðningsmannaliðakeppninni þar sem Mánamenn höfðu forystu en Sörlamenn gátu náð sigrinum af þeim með góðri frammistöðu.
Áður en úrslitin hófust var keppt í stjórnartölti þar sem einn stjórnarmaður úr hverju félagi kom sem fulltrúi þess. Meðalaldurinn var eitthvað yfir fimmtugt og kílófjöldin líka, en mikill keppnisandi var í hópnum og þeir vel ríðandi, enda höfðu sumir verið hjá leiðbeinendum undanfarna vikur til að styrkja sig fyrir átökin. Leikar fóru svo að stjórnarmaðurinn í Andvara, Gunnar Már, hafði sigur og alveg ljóst eftir þessi úrslit að það verða ekki allir öruggir með sætið sitt í stjórninni á næstu aðalfundum.
Stjórnartölt
1. Gunnar Már Þórðarson á Atla frá Meðalfelli - Andvara
2. Gunnar Eyjólfsson á Drangey frá Miðhjáleigu – Mána
3. Sigurður Emil Ævarsson á Óm frá Hrólfsstöðum – Sörli
4. Guðjón Magnússon á Lunda frá Vakursstöðum – Herði
5. Árni Guðmundsson á Öðlingi frá Langholti – Fáki
6. Hermann Vilmundarson á Brieti frá Skeiðháholti – Gusti
Í töltinu voru hörku hestar í úrslitum en Snorri Dal í Sörla var annar eftir forkeppnina en reið ekki úrslitin vegna anna.
Úrslitin úr töltinu:
1. Berglind Ragnarsdóttir á Frakki frá Laugarvöllum 7.2 Fákur
2. Kjartan Guðbrandsson á Sýni frá Efri-Hömrum 6,7 Fákur (jafnir/hlutkesti réð sæti)
3. Ásmundur Ernir Snorrason á Rey frá Melabergi 6,7 Fákur
4. Birgitta Dröfn Kristinsdóttir á Veru frá Laugabakka 6,6 Fákur
5. Anna Björk Ólafsdóttir á Tryggva Geir frá Steinnesi 6,4 Sörli
Mögnuð frammistaða hjá Fáksknöpunum í töltinu tryggði þeim Bikarmeistaratiltilinn þetta ári.
Úrslit úr liðakeppninni og einvaldar félaganna:
1. Fákur 56,5 stig – Kristinn Bjarni Þorvaldsson
2. Sörli 54,5 stig - Magnús Sigurjónsson
3. Hörður 39 stig - Reynir Örn Pálmason
4. Máni 34,5 stig – Sveinbjörn Bragason
5. Gustur 26 stig – Rikharður Flemming Jensen
6. Andvari 20 stig – Ævar Örn Guðjónsson
7. Sóti 2 stig – Snorri Finnlaugsson
Það er greinilegt að Mánamenn eiga sætustu og hressustu stuðningsmennina og unnu þau stuðningsmannakeppnina með glæsibrag.
Úrslit úr stuðningsmannaliðakeppninni:
1. Máni 10 stig
2. Sörli 6 stig
3. Hörður 5 stig
4. Andvari 2 stig
5. Fákur 1 stig