sunnudagur, 21. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Bikarkeppnin 2010-smali-brokk og skeið í Mána

17. mars 2010 kl. 11:57

Bikarkeppnin 2010-smali-brokk og skeið í Mána

Bikarkeppnin á milli hestamannafélaganna á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram og á föstudaginn fór fram keppni í smala, brokki og skeiði í Mánahöllinni í Reykjanesbæ. Smalann sigraði Hafnfirðingurinn Kristján Jónsson á smalahestinum Bróður frá Stekkjardal. Brokkið sigraði hins vegar Fákskonan Vilfríður Fannberg Sæþórsdóttir á Gusti frá Múla. Í skeiðinu var hins vegar Mánakonana Ylfa Eik Ómarsdóttir fljótust á Þrumu frá Norður-Hvoli og skákaði þar ekki ómerkari mönnum en Teit Árnasyni, Eyjólfi Þorsteinssyni, Jóhanni Þór Jóhannessyni og Axel Geirssyni.


Næsta mót verður föstudaginn 26. mars klukkan 20:00 í reiðhöll Fáks í Víðidal. Keppt verður í tölti ( 3 hestar frá hverju félagi ) Einnig verður keppt í formannatölti.


Úrslit Smali
1.    Kristján Jónsson – Bróðir frá Stekkjardal – Sörli
2.    Brynja Kristinsdóttir – Fiðla frá Gunnlaugsstöðum – Sörli
3.    Vilmundur Jónsson – Hrefna frá Skeiðháholti - Gustur
4.    Ragnheiður Þorvaldsdóttir – Hrafnagaldur frá Hvítárholti - Hörður
5.    Matthías Kjartansson – Glói frá Vallanesi - Andvari


Úrslit Brokk
1.    Vilfríður Fannberg Sæþórsdóttir Gustur frá Múla - Fákur
2.    Jóhann Þór Jóhannesson– Ástareldur frá Stekkjarholti— Hörður
3.    Sveinbjörn Bragason Byr frá Eyvindarhóli -Máni
4.    Finnur Bessi Svavarsson – Frá frá Miklaholti – Sörli
5.    Már Jóhannsson – Valíant frá Miðhjáleigu – Andvari
6.    Berta María Waagfjörð og Blöndal frá Blesastöðum—Gustur


Úrslit skeið
1.    Ylfa Eik Ómarsdóttir – Þruma frá Norður-Hvoli – Máni
2.    Teitur Árnason – Korði frá Kanastöðum – Fákur
3.    Eyjólfur Þorsteinsson – Vorboði frá Höfða – Sörli
4.    Jóhann þór Jóhannesson – Sævar frá Dal - Hörður
5.    Axel Geirsson – Losti frá Norður- Hvammi - Andvari
6.    Magnús Kristinsson – Íri frá Gafli - Gustur


Stuðningsliðin
1.    Máni ( 3 stig )
2.    Sörli ( 2 stig )
3.    Hörður ( 1 stig )


Stigin standa svona:
Sörli 42 stig
Hörður 37 stig
Fákur  37 stig
Máni 34 stig
Gustur  23 Stig
Andvari 17 stig
Sóti 2 stig

Stigin fyrir stuðningslið standa svona:
Máni  7 stig
Hörður 5 stig
Sörli 4 stig
Andvari 2 stig


Myndir af mótinu má sjá á mani.is    http://mani.is/ljosmyndir/gallery.asp?categoryid=180
 


Mótanefnd Bikarmóts