sunnudagur, 21. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Bergrún í öðru til þriðja sæti eftir forkeppni á Norðurlandamótinu -

4. ágúst 2010 kl. 11:12

Bergrún í öðru til þriðja sæti eftir forkeppni á Norðurlandamótinu -

Bergrún Ingólfsdóttir og Gellir frá Árbakka stóðu sig með prýði í fjórgangskeppninni á Norðurlandamótinu í Finnlandi.

 
Forkeppni í ungmennaflokki var að ljúka rétt í þessu og er Bergrún í öðru til þriðja sæti, jöfn Elise Lundhaug  sem keppir á heimsmeistaranum Hvini frá Holstmúla fyrir Noreg. En það er önnur norsk stúlka sem sló þeim við og er efst eftir forkeppnina, sú heitir Oda Ugland og keppir á Háreki frá Vindási.
 
 
Keppni í fjórgangi fullorðina stendur nú sem hæst og var Denni Hauksson að ljúka góðri sýningu þar en úrslit liggja fyrir síðar í dag.