þriðjudagur, 21. maí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Barnaflokki lokið

betasv@simnet.is
8. júlí 2018 kl. 13:00

Guðný Dís og Roði frá Margrétarhofi sigurvegarar LM2018 í barnaflokki.

"Ætlaði mér alla leið."

Barnaflokki er lokið á LM2018 og var það mál manna hversu vel ríðandi börnin voru. Eins og í öðrum flokkum munaði hundraðshlutum á efstu sætum og voru það Guðný Dís Jónsdóttir og Roði frá Margrétarhofi sem lönduðu sigri með einkunina 8,88. Roði er algjör gæðingur að sögn Guðnýjar og með reiðmennsku hennar eru þau samstillt og glæsilegt par. Í öðru sæti urðu Sigurður Steingrímsson og Elva frá Auðholtshjáleigu með einkunina 8,82.
Þegar blaðamaður hitti Guðný Dís og Roða var eitt stórt bros á andliti knapans, "Ég ætlaði mér þetta og stefndi að því að fara alla leið," sagði sigurvegarinn sem er að keppa á sínu öðru Landsmóti, "Tilfinningin er frábær".

Heildarniðurstöður:

Tímabil móts: 01.07.2018 - 08.07.2018

 

 

Sæti

Keppandi

Heildareinkunn

1

Guðný Dís Jónsdóttir / Roði frá Margrétarhofi

8,88

2

Sigurður Steingrímsson / Elva frá Auðsholtshjáleigu

8,82

3

Ragnar Snær Viðarsson / Kamban frá Húsavík

8,81

4

Glódís Líf Gunnarsdóttir / Magni frá Spágilsstöðum

8,74

5

Oddur Carl Arason / Hrafnagaldur frá Hvítárholti

8,65

6

Heiður Karlsdóttir / Sóldögg frá Hamarsey

8,63

7

Hekla Rán Hannesdóttir / Halla frá Kverná

8,61

8

Elísabet Vaka Guðmundsdóttir / Náttfari frá Bakkakoti

0,00