

Í kvöld fór fram fyrsta keppniskvöld Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum en keppnin fór fram í Fákaseli. Það má með sanni segja að lið Ganglyllunnar hafi átt frábært kvöld en þau áttu þrjú hross/knapa í úrslitum fjórgangsins sem keppt var í. Öll hrosin sem liðsmenn þeirra riðu í kvöld komu úr ræktun þeirr og því má segja að bæði ræktun þeirra og reiðmennska hafi gert það gott í kvöld.
Þegar upp var staðið var það Elin Elin Holst sem stóð uppi sem sigurvegari á Frama frá Ketilsstöðum og skaust þar með upp fyrir Berg Jónsson á Kötlu frá Ketillstöðum sem komu efst inn í úrslit.
Úrslit kvöldsins voru eftirfarandi:
1 Elin Holst Frami frá Ketilsstöðum Gangmyllan 8.07
2 Bergur Jónsson Katla frá Ketilsstöðum Gangmyllan 7.60
3 Jakob Svavar Sigurðsson Júlía frá Hamarsey Top Reiter 7.33
4 Guðmundur Friðrik Björgvinsson Straumur frá Feti Hestvit / Árbakki / Svarthöfði 7.33
5 Freyja Amble Gísladóttir Álfastjarna frá Syðri-Gegnishólum Gangmyllan 7.30
6 Sigurður Vignir Matthíasson Arður frá Efri-Þverá Ganghestar / Margrétarhof 7.10
7 Árni Björn Pálsson Flaumur frá Sólvangi Top Reiter 6.77