föstudagur, 19. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

B.S nemendur í fortamningum

7. desember 2009 kl. 09:39

B.S nemendur í fortamningum

BS nemendur í hestafræði á Hólum, eru þessa dagana í fortamningum. Fengin voru sjö tryppi á 2. og 3. vetri frá Kálfsstöðum í Hjaltadal. Á myndunum má sjá hluta af nemendunum, þau Gunnar, Einar og Kolbrúnu í kennslustund hjá Ísólfi Líndal.

Á sama tíma fóru fram próf á þjálfunarhestum sem er námskeið á 2.ári í umsjón Mette Mannseth og Sölva Sigurðarsonar. Mátti sjá stífbónaða þjálfunarhesta bíða í stíum sínum með ábreiður í öllum regnbogans litum.

/www.holar.is - Vigdís