laugardagur, 20. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Árni Björn sigraði Smalann-

28. janúar 2010 kl. 22:44

Árni Björn sigraði Smalann-

Meistaradeild VÍS fór af stað með krafti í kvöld. Hraðafimin eða Smalinn eins og greinin er jafnan kölluð, var fyrsta mót deildarinnar á þessum vetri. Áhorfendur voru margir og voru bekkir Ölfushallarinnar þétt setnir.

Eftir fyrstu umferðina í kvöld var Valdimar Bergstað efstur. En Smalinn er skemmtileg grein og þegar klukkan ræður úrslitum getur allt gerst.

Það var sérstaklega gaman að sjá stelpurnar í liði Auðsholtshjáleigu. Reiðmennskan þeirra var falleg og þær fóru brautina sumar án þess að fella eina einustu súlu og hryssurnar þeirra sýndu mikla mýkt og fimi. Hraðinn hefði þó mátt vera meiri, en ein þeirra komst þó í úrslit og endaði í 7.sæti og það var Artemisia Bertus.

Þegar spurt var að leikslokum átti Árni Björn á Korku frá Steinnesi besta tímann og varð því ótvíræður sigurvegari fyrstu greinarinnar í vetur í MD VÍS. Annar varð Sigurður Sigurðarson á Reyk frá Minni-Borg og þriðji Ragnar Tómasson á Heklu frá Selfossi.

Þeir Árni Björn og Ragnar eru báðir liðsmenn Líflands, svo segja má að það lið hafi riðið feitum hestum frá keppninni í kvöld, því þriðji liðsmaðurinn Sigurbjörn Bárðarson varð í 10.sæti.

Svona fóru leikar:

Sæti Keppandi: Lið Hestur Stig
1 Árni Björn Pálsson Lífland Korka frá Steinnesi 256
2 Sigurður Sigurðarson Lýsi Reykur frá Minni-Borg 244
3 Ragnar Tómasson Lífland Hekla frá Selfossi 240
4 Eyjólfur Þorsteinsson Málning Bróðir frá Stekkjardal 232
5 Jakob S. Sigurðsson Frumherji Blær frá Akranesi 224
6 Sigurður V. Matthíasson Málning Gyðja frá Kaðlastöðum 216
7 Artemisia Bertus Auðsholtshjáleiga Grýta frá Garðabæ 210
8 Valdimar Bergstað Málning Stúfur frá Miðkoti 208
9 Hulda Gústafsdóttir Árbakki / Hestvit Saga frá Lynghaga 172
10 Sigurbjörn Bárðarson Lífland Bjarki frá Sunnuhvoli 164