sunnudagur, 21. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Áríðandi tilkynning til keppenda frá HÍDÍ

8. mars 2010 kl. 10:59

Áríðandi tilkynning til keppenda frá HÍDÍ

HÍDÍ hefur haldið tvö samræmingarnámskeið á undanförnum dögum.   Ýmsar breytingar voru kynntar dómurum um áherslur í dómstörfum og túlkunaratriði á reglum sem notaðar hafa verið.  Dómurum finnst áríðandi að þessar ábendingar skili sér til allra keppenda.

Hjálagt fylgja helstu breytingarnar – en keppendur eru hvattir til að prenta út Leiðarann af heimasíðu LH www.lhhestar.is undir keppnismál – íþróttadómarar og kynna sér hann.  

  • Í skeiði inná hringvelli er meiri munur  í einkunn fyrir heilan sprett eða hálfan. Hámarkseinkunn 2.0 en var 3.5 fyrir hálfan sprett.
  • Ný skemamynd um dómgæslu á skeiði á hringvelli.  Þar er rækilega undirstrikað að ekki skal ríða hesti á skeiði gegnum beygju og ef það er gert er refsað. Sjá pdf skjal með þessari frétt.
  • Ef hestinum er rennt í skeiðið eða hann er lagður fyrir framan miðju skammhliðar er dregið frá 2.0 af einkunn.  Hestur á ekki að vera á skeiði fyrr en hann getur farið í beinni línu inn í langhliðina.  Eins og allir vita getur það skapað hættu á meiðslum ef hesti er riðið á skeiði gegnum beygju.
  • Sé gult spjald gefið vegna grófrar reiðmennsku skal einkunn fyrir það atriði ekki vera hærra en 3.5.
  • Dómarar eru hvattir til að verðlauna prúðar og fagmannlegar sýningar.
  • Gæðingaskeið: “HESTURINN SKAL VERA INNÍ TREKTINNI ÞEGAR HANN ER SETTUR Á STÖKK – HESTURINN SÉ EKKI SETTUR Á STÖKK FYRIR FRAMAN TREKTINA (UPPHAFSLÍNU) ÞÁ ER HÁMRKSEINKUNN 3.5”


Ef spurningar vakna er ykkur heimilt að senda fyrirspurnir á HÍDÍ á: pjetur@pon.is

Með bestu kveðjum,
Stjórn HÍDÍ.