þriðjudagur, 25. september 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aldursforseti hirðir gullið

Jens Einarsson
27. ágúst 2010 kl. 11:42

Sigurbjörn Bárðarson Íslandsmeistari í gæðingaskeiði

Sigurbjörn Bárðarson er Íslandsmeistari í gæðingaskeiði á Flosa frá Keldudal. Sigurbjörn er elsti knapi mótsins, 58 ára. Flosi er ekki foli heldur, 15 vetra. Hefur verið í fremstu röð skeiðhesta í nær áratug. Þeir fengu frábærar einkunnir, 8,50 fyrir fyrri sprett og 8,52 fyrir seinni.

Afrek Sigurbjörns er mikið. Fyrir það fyrsta þá er það afrek út af fyrir sig hjá manni sem á tvö ár í sextugt að taka þátt í keppni í íþróttagrein sem krefst svo mikillar snerpu og nákvæmi. Að halda sér á toppnum og hirða gullverðlaun fyrir framan nefið á knöpum á besta aldri er annað afrek.

Þátttaka í gæðingaskeiðinu var með besta móti og átján keppendur af 33 sem luku keppni skiluðu tveimur heilum sprettum. Úrlit má sjá á HESTAFRÉTTUM.