mánudagur, 22. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Afmælishátíð í Faxabóli

11. júní 2010 kl. 15:14

Afmælishátíð í Faxabóli

Reiðskólinn Faxaból í Víðidal er tíu ára gamall í ár. Af því tilefni verður blásið til afmælishátíðar og opið hús verður sunnudaginn 13.júni milli kl. 14 og 16 í Reiðhöllinni í Víðidal.

Kynning verður á Reiðskólanum og starfsemi hans.

  • Boðið verður upp á afmælisköku í tilefni dagsins.
  • Hestarnir verða auðvitað á staðnum.
  • Heppinn gestur fær reiðnámskeið haustið 2010 í gjöf frá Faxabóli.
  • Starfsfólk reiðskólans mun taka vel á móti gestum!