mánudagur, 22. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Af nýliðun, sölu, keppni og kynbótum

10. janúar 2013 kl. 14:44

Af nýliðun, sölu, keppni og kynbótum

Heimir Gunnarsson, reiðkennari við LbHÍ, ritar grein í nýútkomnu Bændablaði sem snertir á mörgum málefnum hestamennskunar nú um stundir.

Þar fordæmir hann ófaglega viðskiptahætti kringum hrossasölu þar sem hann telur milliliði of marga og hagsmuni kaupanda og seljanda týnast í söluferlinu.

Lítil nýliðun í greininni er áhyggjuefni og bendir á að auðvelda þurfi aðgang að hestamennsku: „Við hestamenn gleymum því gjarnan að þróun í reiðmennsku og þekkingu hefur verið gríðarleg á síðustu árum en hins vegar veit byrjandi í hestamennsku jafn lítið núna og fyrir tuttugu árum. Allir hestamenn hafa rétt á því að hafa gaman af íþróttinni, hvort sem um byrjendur er að ræða eða þá sem lengra eru komin. Við megum passa okkur á því að okkar hugmyndir um hinn fullkomna heim reiðmennsku á íslenskum hestum tröllríði ekki samfélaginu þannig að hestamennska byrjenda og áhugamanna verði leiðinleg.“

Áverkar og keppnir eru aðsjálfsögðu hitamál en Heimir telur íþróttakeppni nútímans hvorki áhorfenda- né hestvæna. Þá telur hann brýnt að skerpa á markmiðum kynbótadóma.

Greinina má lesa hér.