föstudagur, 19. október 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aðventukvöld Brokkkórsins

Óðinn Örn Jóhannsson
13. desember 2017 kl. 09:51

Brokkkórinn

Seljakirkju miðvikudagskvöldið 13.desember.

Aðventukvöld Brokkkórsins verður í Seljakirkju miðvikudagskvöldið 13.desember kl. 20:00 en húsið opnar kl. 19:30. 

Um er að ræða notalega kvöldstund þar sem kórinn flytur jólalög undir stjórn hins geðþekka Magnúsar Kjartanssonar. 

Einsöngvari verður María Gyða Pétursdóttir. 

Miðasala verður við innganginn og kostar miðinn 2.000 krónur. Heitt súkkulaði og nýbakaðar vöfflur með tilheyrandi er innifalið í miðaverði. Ókeypis er fyrir 12 ára og yngri. 

Hlökkum til að sjá ykkur og eiga með ykkur notalega stund.