mánudagur, 20. maí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aðalfundur FT í kvöld kl. 18

3. desember 2010 kl. 13:56

Aðalfundur FT í kvöld kl. 18


Minnum á aðalfund Félags tamningamanna sem hefst kl. 18 í kvöld á Kænunni í Hafnarfirði...

Víkingur Gunnarsson deildarstjóri hrossaræktarbrautar Háskólans á Hólum flytur erindi um breytt fyrirkomulag á námi við hrossaræktarbraut. Eldri nemendur skólans, sem og tilvonandi nemendur, eru hvattir til þess að mæta ásamt verknámskennurum og kynna sér nýtt fyrirkomulag námsins. Einnig verður boðið upp á kvöldverð með jólaívafi að hætti vertsins.
 
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
 
1.Fundarsetning, skipun starfsmanna fundarins og starfsnefnda
2.Ávörp gesta
3.Skýrsla stjórnar og deilda
4.Reikningar
5.Umræður um skýrslu og reikninga – borið upp til samþykktar
6.Fjárhagsáætlun lögð fram – borin upp til samþykktar
7.Kynning - Víkingur Gunnarsson, Hólum kynnir nýtt BS nám í reiðmennsku og reiðkennslu
8.Matarhlé - boðið upp á kvöldverð
9.Umræður um erindi Víkings
10.Nefndarstörf
11.Kosningar – kjósa á þrjá stjórnarmenn og tvo skoðunarmenn
12.Önnur mál
 
Hvetjum félagsmenn til að mæta og taka þátt í fundarstörfum!
 
Félag tamningamanna