föstudagur, 19. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

3. Vetrarmót Grana

7. apríl 2010 kl. 09:11

3. Vetrarmót Grana

3. Vetrarmót hestamannafélagsins Grana á Hvanneyri verður haldið að Mið-Fossum í Borgarfirði fimmtudagskvöldið 8. apríl klukkan 17.30.

Keppt verður í Smala í 1. flokki og 2. flokki, en Smalinn gengur út á það að vera sem fyrstur í gegnum uppsetta þrautabraut.
Skráningar skulu berast í tölvupósti á grani@lbhi.is fyrir klukkan 21 miðvikudaginn 7. apríl.

Í skráningu á að koma fram:

  • Nafn knapa
  • Nafn hests
  • Aldur
  • Litur
  • Flokkur


Skráningargjald er 1000 krónur á hest, en 500 krónur fyrir næsta hest ef knapi er með fleiri en einn.

Frítt er inn fyrir áhorfendur og sjoppa verður á staðnum!!

Ég hvet alla til þess að mæta og hafa gaman af!! Þetta er prýðisgóð upphitun fyrir Ljótu hálfvitana sem eru að spila í Logalandi um kvöldið!!