sunnudagur, 21. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

2. Vetrarmót Fáks á morgun laugardag

26. mars 2010 kl. 12:04

2. Vetrarmót Fáks á morgun laugardag

Á laugardaginn verður 2.vetrarmót Fáks. Mótið byrjar kl. 13:30 á pollaflokki (á Brekkuvellinum). Að venju er svo röðin þannig: börn, unglingar, ungmenni, konur II, karlar II, konur I og karlar I.

Skráning samdægurs í félagsheimilinu frá kl. 12:30 - 13:00 og er skráningargjaldið kr. 1.000 fyrir ungmenni og fullorðna (pollar, börn og unglingar greiða ekki skráningargjald).