mánudagur, 22. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

2. Landsbankamót vetrarins

18. mars 2010 kl. 09:57

2. Landsbankamót vetrarins

2. Landsbankamót vetrarins verður haldið 20. mars, kl.13:00 að Sörlastöðum í Hafnarfirði. Keppt er í tölti á beinni braut. Allir keppendur í sama flokki eru saman á vellinum. Þeir ríða hver á eftir öðrum til dóms. Sýna skal hægt tölt aðra leið og frjálsa ferð hina, eftir fyrirmælum þular. Auk þessa er keppt í 100 m. skeiði. Mótin eru opin öllum hestamönnum.

Flokkar í boði:

  • 1. flokkur
  • 2. flokkur karlar
  • 2. flokkur konur
  • 3. flokkur (lítið vanir)
  • Heldrimannaflokkur 50+
  • Ungmenni
  • Unglingar
  • Börn
  • Pollar – skipt í hópa þeirra sem ríða sjálfir og þeirra sem teymt er undir.
  • 100 m. skeiðSkráning:
Skráningargjald er kr. 1500 fyrir alla flokka nema polla 1000.
Skráning er frá kl. 11:00 – 12:00 á mótsdaginn. Posi á staðnum.

Keppendur athugið:
Greiða skal skráningargjald við skráningu. Það eru keppnisnúmer í mörgum hesthúsum, vinsamlegast skilið þeim.

Allir að láta sjá sig !

Mótanefnd Sörla