Fræðsla á Stóðhestadeginum

  • 23. apríl 2013
  • Fréttir
Fræðsla á Stóðhestadeginum

Búast má við miklu fjöri á Stóðhestadeginum sem fram fer á Brávöllum, Selfossi á laugardaginn því að ekki verður bara boðið upp á stóðhesta í fremstu röðum heldur  verður hinn landskunni  Jakob Sigursðsson með sýnikennslu og Freyja Imsland fer með fyrirlestur um skeiðgenið og hinn þrílita Litning frá Möðrufelli. Freyja Imsland, doktor í erfðafræði, og Páll Imsland hafa stundað litaathuganir saman. Þau töldu eina af líklegum ástæðum fyrir sérkennlegu litafari Litnings vera vegna samruna tveggja einstaklinga á fyrstu stigum fósturþroskans.

„Það gæti hafa gerst hér, að þessi skjótti „lit-tvistur“ hafi verið vísir að rauðskjóttu og brúnskjóttu fóstri sem runnu saman í eitt. Reyndar þurfa þurfa þau ekki bæði að hafa verið skjótt, nóg er að annað þeirra hafi verið það. Þetta er þó engan veginn víst. Kannski er önnur skýring til á þessu, en svona skjótt hross á sem sagt ekki að vera til samkvæmt almennum erfðareglum. […] Vonandi verður þetta vel geymdur gripur og ekki seldur á flakk eða til útlanda, heldur varðveittur hér heima til þess að hægt sé að fylgja eftir litaþróun hans og jafnvel reyna undaneldi.“ (Eiðfaxi, 3. tbl. 2008, bls. 55) 

 

„ Á Stóðhestadeginum verða atriði tengd greinum Stóðhestablaðinu m.a. verður hópur frá Gunnari á Skjálg í Ölfusi en í blaðinu er stórt viðtal við hann, einnig mæta kátir karlar af Akranesi en hrossarækt þar er gerð góð skil í blaðinu og verður gaman að sjá kallana sjálfa sýna hross úr sinni ræktun.

Afkvæmahestum eru gerð góð skil fremst í blaðinu og mæta margir þeirra með fulltrúa sína enda voru afkvæmahópar Þórodds og Víðis hápunktar Stóðhestadagsins í fyrra. Einnig bendir allt til þess að hestar eins og Rammi frá Búlandi, Borði frá Fellskoti, Glóðar frá Reykjavík og Ómur frá Kvistum komi þarna fram með afkvæmi sín.

Bræðurnir Ra og Tígulás frá Marteinstungu, Barði og Brynjar frá Laugarbökkum og Patrik og Prinsinn frá Efra-Hvoli mæta og Grunnur frá Grund ásamt systkinum sínum.

Af einstaklingum þá hafa Framherji frá Flagbjarnarholti og Hvítserkur frá Sauðárkróki boðað komi sína en þar eru á ferðinni ættstórir fótaburðarhestar en Framherji er að yfirgefa landið nú í sumar og er þetta sennilega í síðasta sinn sem hann kemur fyrir sjónir okkar hér á landi,“

 

 

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar